Málþing um fatlað fólk í tæknivæddri framtíð.
Landsamtökin Þroskahjálp standa fyrir málþinginu - Lifandi tækni - þar sem málefni um fatlað fólk, tækni, gervigreind og tækifærin sem geta skapast með aðgengilegri tækni verða til umfjöllunar.
Málþingið fer fram á Hótel Reykjavík Grand og hefst dagskráin kl. 13:00
Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, mun taka þátt í sófaspjalli 2 þar sem áherslan verður á gervigreind og tækni í víðum skilningi. Talað verður um hættuna á því að gervigreind jaðarsetji fólk með fötlun enn frekar.
Málþingið er öllum opið og ókeypis inn. Hægt er að skrá sig hér
Einnig verður hægt að horfa á ráðstefnuna í streymi. Streymið hefst kl. 13:00 og upptaka af málþinginu verður aðgengileg eftir að því lýkur.
Sjá allar nánari upplýsingar um dagskrána hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta