Frá Uppskeruhátíð meistaranema í gær (f.v.) Bergsveinn Þórsson, Kristín Eva Sveinsdóttir, Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir,  Viðar Guðjohnsen og Helga Rós Einarsdóttir.

Frá Uppskeruhátíð meistaranema í gær (f.v.) Bergsveinn Þórsson, Kristín Eva Sveinsdóttir, Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, Viðar Guðjohnsen og Helga Rós Einarsdóttir.

11. júní 2024

Magnaðar meistarakynningar

Meistaranemar kynntu rannsóknir lokaverkefna sinna á uppskeruhátíð meistaranema sem fram fór í gær í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur.

Fundarstjóri var Bergsveinn Þórsson, dósent við félagsvísindadeild, en um skipulagningu kynningarinnar sá Helga Rós Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Bifröst.

Að hverri kynningu lokinni voru fyrirspurnir og umræður og má segja að uppskeruhátíðin hafi á heildina litið ekki aðeins verið stútfull af nýjum og áhugaverðum fróðleik, heldur settu líflegar umræður ekki síður mark sitt á kynningarnar.

Við óskum meistaraefnunum til hamingju með vel heppnaða uppskeruhátíð og velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Meistaraefnin verða brautskráð frá Háskólanum á Bifröst á háskólahátíð í Hjálmakletti þann 15. júní nk.

Nánari upplýsingar um viðburðinn

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta