Kynning á meistaranámi í menningarstjórnun 2. maí
26. apríl 2019

Kynning á meistaranámi í menningarstjórnun 2. maí

Hefurðu áhuga á listum, menningu og skapandi greinum? Meistaranám í menningarstjórnun er hugsað fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu á sviði stjórnunar og rekstrar í atvinnugreinum framtíðarinnar. Námið hentar þeim sem vilja stunda nám með vinnu og fer fram bæði með fyrirlestrum á netinu og í stuttum staðlotum á Bifröst.

Við bjóðum alla áhugasama hjartanlega velkomna á kynningu á náminu í húsnæði Bifrastar í borginni, að Suðurlandsbraut 22, þann 2. maí kl 17.15 - 18.00. Þar verða engir hoppukastalar en heitt á könnunni og hlýjar móttökur.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Nánari upplýsingar um námið má nálgast hér.