24. júní 2024

Karlmenn sækja í öryggisfræði

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fjallar vítt og breitt um öryggisfræði og almannavarnir, nýtt grunnnám sem hefur göngu sína við Háskólann á Bifröst næsta haust, í athyglisverðu viðtali sem birtist í liðinni viku á vef Morgunblaðsins.

Í viðtalinu segir Ólína m.a. að það krefjist mennt­un­ar og þjálf­un­ar að geta brugðist við hinum ýmsu ör­ygg­is­ógn­um á borð við efnahagshrun, covid-heims­far­ald­ur, eld­gos og nátt­úru­ham­farir. 

Örygg­is­fræði og al­manna­varn­ir sé jafnframt fyrsta grunnnámið á há­skóla­stigi hér á landi sem til­einkað sé þess­um þátt­um, nám sem teygi sig yfir nokk­ur fræðasvið, þar á meðal áfalla­stjórn­un, op­in­bera stjórn­sýslu, lög­fræði, stjórn­un­ar­fræði og miðlun og al­manna­tengsl. Meistaranám í áfallastjórnun hafi enn fremur  verði í boði við HB undangengin þrjú skólaár og grunnnám í faginu hafi því legið nokkuð beint við.

Þá er nýja náms­lín­an að sögn Ólínu ekki síður hugsuð með það fyr­ir aug­um að höfða til karl­manna. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að karlmönnum fari stöðugt fækkandi í háskólanámi og því sé mikilvægt að skoða hvaða nám geti höfðað til karla sem markhóps.

„Við verðum að játa að karl­menn hafa átt und­ir högg að sækja í skóla­kerf­inu og eru aðeins um þriðjung­ur náms­manna í há­skól­um lands­ins, staðan er orðin þannig,“ seg­ir Ólína. Byrjunin lofi jafnframt góðu þar sem drjúgur hluti umsækjanda í nýja grunnnámið hafi reynst karlar.

Sjá viðtalið í heild sinni

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta