Jafnréttisdagurinn 2019
Háskólinn á Bifröst, ásamt öllum háskólum landsins stendur fyrir jafnréttisdegi þann 14. febrúar næstkomandi. Í tilefni af deginum verður haldið málþing sem ber yfirskriftina „Innflytjendur og háskólamenntun: Samfélagsleg ábyrgð og framtíðarsýn“. Á þinginu verður rætt um hvað íslenskir háskólar geta gert til þess að auka aðgengi innflytjenda að námi. Rannsakendur flytja erindi um efnið og haldnar verða pallborðsumræður þar sem ýmsir aðilar úr háskólasamfélaginu, af innlendum og erlendum uppruna ræða stöðuna í dag og framtíðina.
Málþingið er haldið í Veröld-húsi Vigdísar og hefst dagskrá klukkan 13:30. Streymt verður frá viðburðinum beint á Youtube rás Háskóla Íslands. Kaffi og meðlæti stendur til boða fyrir alla gesti í hléi. Allir eru velkomnir og hvetjum við alla sem hafa tök á til þess að kynna sér við burðinn og taka þátt í þessu mikilvæga verkefni.
Dagskrá þingsins er þessi:
13:30 Opnun málþings: Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar í Háskóla Íslands
13:40 Rannsóknarverkefnið „Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar“: Almenn kynning verkefnis: Hanna Ragnarsdóttir prófessor og Kriselle Lou Suson Jónsdóttir
13:50 Stefnur háskóla: Anna Katarzyna Wozniczka doktorsnemi
14:00 Niðurstöður: Kennsluaðferðir - Anh-Dao Tran nýdoktor
14:20 Niðurstöður: Íslenska sem annað mál - Artëm Ingmar Benediktsson doktorsnemi
14:40 Niðurstöður: Stuðningur - Susan Rafik Hama doktorsnemi
15:00 Samantekt: Börkur Hansen prófessor og Hanna Ragnarsdóttir prófessor
15:10 Spurningar og umræður
15:20 Kaffihlé
15:50 Þekking, menntun og reynsla innflytjendakvenna í ljósi #Metoo. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir lektor
16:10 Pallborðsumræður:
- Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar í Háskóla Íslands
- Nichole Leigh Mosty, fulltrúi WOMEN: Samtök kvenna af erlendum uppruna
- Derek Allen, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands
- Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
- Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri
- Katrín Ólafsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Háskólans í Reykjavík
- Sonja Björg Jóhannsdóttir, jafnréttisfulltrúi Landsamtaka íslenskra stúdenta
16:50 Málþingi slitið
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta