Jafnréttisdagar háskólanna
5. febrúar 2025

Jafnréttisdagar háskólanna

Jafnréttisdagar háskólanna verða haldnir dagana 10. - 13. febrúar. Þemað í ár er hatur og mismunun. Jafnréttisdagar er árlegur viðburður með fyrirlestrum, umræðum og allskyns viðburðum sem tengjast jafnrétti og málefnum líðandi stundar. Þar verða fjölmargir áhugaverðir viðburðir, bæði haldnir í háskólunum og í streymi. 

hér má finna dagskrá Jafnréttisdaga

Meðal framsögumanna verða Einar Svansson og Sigrún Lilja Einarsdóttir dósentar hjá Háskólanum á Bifröst og kallast erindi þeirra Að verða meðvituð um eigin fordóma og viljinn til að læra. Erindi þeirra verður á dagskrá 12. febrúar kl. 13:00 í beinu streymi. 

Hlekkur á viðburðinn á Facebook

Þá stendur Bifröst fyrir málstofunni Hverjir móta fræðilega umræðu í fjármálum? Jafnrétti, vald og tengslanet ritstjóra vísindatímarita þann 13. febrúar kl. 10:00.  Í málstofunni kynnir hópurinn nýja rannsókn um málefnin sem segir í titli málstofunnar, niðurstöður kynntar og umræður í kjölfarið. Viðburðurinn fer fram á Teams.

Hlekkur á viðburðinn á Facebook