Hvatt til ábyrgrar ferðahegðunar á Íslandi
23. júní 2017

Hvatt til ábyrgrar ferðahegðunar á Íslandi

Háskólinn á Bifröst er meðal þeirra aðila sem hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar í  herferðinni Take the Icelandic Pledge. Herferðin er undir merkjum Íslenska Ferðaklasans en fulltrúi háskólans , Brynjar Þór Þorsteinsson, aðjúnkt við viðskiptadeild, skrifaði undir yfirlýsingu samtakanna í vetur um ábyrga ferðaþjónustu ásamt yfir 250 öðrum fyrirtækjum og stofnunum

Tilgangur Take the Icelandic Pledge er sá að móta sameiginlega framtíðarsýn sem byggist á að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð á sem sjálfbærastan máta. Herferðina má kynna sér nánar hér

Háskólinn á Bifröst stuðlar að ábyrgri ferðaþjónustu með ýmsum hætti t.a.m. með kennslu í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu sem miðlar þekkingu til fólks sem starfar í ferðaþjónustu. Þá hefur íslensk ferðaþjónusta verið rannsökuð talsvert innan Háskólans á Bifröst undanfarin ár í samstarfi við Íslandsstofu og Rannsóknarmiðstöð ferðamála á Akureyri.