Hlýtur framgang í stöðu dósents 15. október 2024

Hlýtur framgang í stöðu dósents

Dr. Petra Baumruk hefur hlotið framgang í stöðu dósents við lagadeild Háskólans á Bifröst samkvæmt niðurstöðu ytri dómnefndar, en hana skipuðu Dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild HÍ, Benedikt Bogason, prófessor við lagadeild HÍ og Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, dósent við viðskiptafræðideild Hí. 

Dómnefndin hefur notið aðstoðar Vísindasviðs Háskóla Íslands við matið. Petra hefur starfað við bæði kennslu og rannsóknir við Háskólann á Bifröst frá því í byrjun júlí sl., er hún var skipuð lektor við lagadeildina. 

Petra lauk BA gráðu árið 2009 frá lagadeild Háskóla Íslands og meistaragráðu árið 2011 frá sömu deild. Hún lauk LLM gráðu í alþjóðlegum umhverfisrétti og mannréttindum frá Karlsháskólanum í Prag í Tékklandi árið 2013 og doktorsgráðu í alþjóða- og Evrópurétti frá sama skóla árið 2015. 

Petra hefur starfað sem lögfræðingur hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála á árunum 2019-2021, lögfræðingur í jafnréttisteymi Velferðarráðuneytis 2017 - 2018, lögfræðingur hjá PRA Health Sciences í Prag 2015 - 2016 og hjá EFTA dómstólnum í Lúxemborg árið 2013. 

Eru Petru færðar innilegar hamingjuóskir með framganginn. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta