
Hlaðvarp Einars og Dr. Sigrúnar Lilju á Jafnréttisdögum háskólanna
Jafnréttisdagar háskólanna standa nú yfir, en þeim lýkur á morgun 13. febrúar. Einar Svansson og Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir voru meðal þátttakenda í Jafnréttisdögunum með hlaðvarp sitt "Meðvitund um eigin fordóma og viljinn til að læra" og er það nú komið í loftið á Facebook síðu Jafnréttisdaga og á Spotify. Þar fjalla þau m.a. um eigin reynslu af því að verða meðvituð um eigin forréttindablindu og ómeðvitaða fordóma, og sem kennarar í fjölbreytileika í stjórnun ræddu þau hvernig hægt sé að miðla þeirri reynslu til nemenda.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta