
Héldu fyrirlestur um kennsluhætti á Bett tæknisýningunni í London
Vilhjálmur Egilsson rektor og Hjalti R. Benediktsson umsjónarmaður kennslukerfa Háskólans á Bifröst héldu erindi á Bett sýningunni í London. Sýningin er mjög stór tækniráðstefna sem fjallar um tæknilausnir á sviði æðri menntunar (e. higher education).
Erindi þeirra fjallaði um fjarnám Háskólans á Bifröst og hvernig skólinn hefur breytt kennsluháttum og sameinað fjarnám og staðnám með hjálp tækninnar. Í stuttu máli er fyrirkomulagið þannig að kennari les inn hljóð- og myndfyrirlestra um námsefnið og setur inn á kennslukerfi fyrir nemendur. Staðnemar mæta svo í umræðutíma einu sinni í viku til að leysa verkefni og dýpka skilning. Fjarnemar mæta á vinnuhelgar í sama tilgangi en að auki geta fjarnemar geta einnig tengst umræðutímum sem staðnemar sækja. Flest námskeið eru 7 vikur að lengd og eru nemendur að taka 2-3 námskeið í einu og er þetta fyrirkomulag nefnt lotubundin vendikennsla (e.flipped classroom).
Kynningin vakti góða athygli en um 100 manns voru í salnum á meðan kynningin fór fram og var mikið um fyrirspurnir og umræður sköpuðust að erindi loknu.
Sjá heimasíðu ráðstefnu hér
Nánar um erindið hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta