Nýútskrifaðir meistaranemar úr viðskiptadeild stilla sér upp fyrir myndatöku í Hjálmakletti í dag.

Nýútskrifaðir meistaranemar úr viðskiptadeild stilla sér upp fyrir myndatöku í Hjálmakletti í dag.

15. júní 2024

Hátíðleg stund á útskriftarhátíð

Það var hátíðleg stund þegar útskriftarefni tóku við prófskírteinum sínum í Hjálmakletti í dag.

Alls voru 90 háskólanemar brautskráðir eða  41 úr grunnnámi og 49 úr meistaranámi og 18 nemendur úr háskólagátt Háskólans á Bifröst. Ef ltitið er til deildarskiptingar þá brautskráðust 19 úr félagsvísindadeild, 10 úr lagadeild og 51 úr viðskiptadeild. Þar af voru 79 konur og 29 karlar. Nálgast má nánari  upplýsingar um brautskráninguna hér.

Að vanda voru verðlaun veitt fyrir framúrskarandi námsárangur. Hvatningarverðlaun hlutu Daniela Katarzyna Zbikowska, Ingibjörg Birna Ársælsdóttir og Sigríður Helga Ástþórsdóttir, en útskriftarverðlaun fengu Berta Lind Jóhannesdóttir, Birgitta Þórey Rúnarsdóttir, Guðmunda Rut Guðbjörnsdóttir, Isabel Guðrún Gomez, Lilja Björk Haraldsdóttir, Þorgeir Örn Tryggvason og Þorsteinn Daði Jörundsson. Nöfn þeirra hafa þar með bæst við Bifrastarlista háskólans.

Í ávarpi sínu hrósaði Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, útskriftarefnunum fyrir þann glæsilega árangur sem hvert og eitt þeirra hefðu náð. Hún hvatti þau jafnframt til frekari dáða, bað þau um að nema ekki staðar heldur halda áfram að byggja sig upp og nema nýjar lendur í lífi þeirra.

Einnig vék rektor að þeim breytingum sem væru að eiga sér stað innan Háskólans á Bifröst. Umsóknir hefðu margfaldast á milli ára, sem væri afar jákvætt fyrir stöðu fjarnáms á háskólastigi og því aukna jafnrétti til náms sem efling fjarnámsháskóla fæli í sér.   

Útskriftarhátíðin fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi í dag og var streymt beint frá viðburðinum á vef háskólans. Þar má svo einnig nálgast upptöku af útskriftarhátíðinni.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta