Hátíðarkvöldverður meistaranema
Magnús Scheving verður heiðursgestur kvöldsins, en þessi þekkti Borgnesingur hefur gert garðinn frægan sem m.a. íþróttamaður, rithöfundur, frumkvöðull og framleiðandi.
Hátíðarkvöldverðurinn hefst kl. 18:30 í Kringlunni. Margrét Jónsdóttir Njarðvík býður gesti velkomna og fordrykkir verða reiddir fram.
Sjálfur hátíðarkvöldverðurinn verður í rúmgóðum veislusal Hótels Bifrastar, þar sem reiddur verður fram ljúffengur þriggja rétta kvöldverður.
Ávarp kvöldsins flytur heiðursgesturinn svo Magnús Scheving, en sem kunnugt er gat þessi geðþekki sveitapiltur sér alþjóðlegrar frægðar sem Íþróttaálfurinn eða Spartacus. Fyrir nokkru seldi Magnús Latabæ og segja má að hann standi á tímamótum.
Hátíðarkvöldverðurinn skartar einnig leynigesti, sem hefur fengið það hlutverk að rifja upp skólasöng Bifrastar. Veislustjóri er hin fjölmiðlakonan og kennarinn geðþekki Sigríður Arnardóttir (Sirrý).
Tekið er við pöntunum á bifrost@bifrost.is eða í síma 433 3000. Mikilvægt er að taka fram hvort viðkomandi kjósi grænkerafæði.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta