Háskólinn á Bifröst kynntur í framhaldsskólum landsins 8. mars 2016

Háskólinn á Bifröst kynntur í framhaldsskólum landsins

Eftir vel heppnaðan Háskóladag halda fulltrúar Háskólans á Bifröst nú hringinn í kringum landið og taka þátt í Háskóladeginum í kringum landið þar sem framhaldsskólanemar eru heimsóttir.

Kynning var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands í dag, þriðjudaginn 8. mars, og kynntu fulltrúar Háskólans á Bifröst þar fjölbreytt nám við háskólann fyrir háskólanemum framtíðarinnar. 

Viðburðurinn var vel sóttur af nemendum skólans sem voru áhugasamir um að kynna sér þá námsmöguleika sem í boði eru í háskólum landsins.

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta