Háskólinn á Bifröst gerir samning við Atlas Primer 23. mars 2021

Háskólinn á Bifröst gerir samning við Atlas Primer

Háskólinn á Bifröst undirritaði á dögunum samning við Atlas Primer. Atlas Primer er kerfi sem gerir umhverfi nemenda sveigjanlegra þannig að þeir hafi betri stjórn á því hvar, hvenær og hvernig þeir læra. Lausnin er aðgengileg í öllum snjalltækjum, símum, hátölurum, heyrnartólum, úrum o.s.frv. sem veitir nemendum mikið frelsi til að læra þar sem þeim hentar þegar þeim hentar.

Einn af hornsteinum þessarar lausnar er máltækni sem gerir nemendum kleift að eiga í töluðum samskiptum við Atlas Primer um námsefnið. Markmið Atlas Primer er að gera námið einstaklingsmiðaðra með því að bjóða upp á betra aðgengi að námsefni svo fleiri geti lært eins og þeim hentar.

Markmið Háskólans á Bifröst með samningnum við Atlas Primer er að bæta námsumhverfi nemenda enn frekar.

Nánari upplýsingar um Atlas Primer má finna á heimasíðu fyrirtækisins www.atlasprimer.com.

Á myndinni eru Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri Háskólans á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, framkvæmdastjóri Atlas Primer, við undirritun samningsins.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta