Háskólinn á Bifröst fékk lúðurinn
2. mars 2024

Háskólinn á Bifröst fékk lúðurinn

Risatölva Háskólans á Bifröst vann til verðlauna sem besta umhverfisauglýsing ársins 2024, á lúðrahátíð Ímarks í gær.

Risatölvan var hluti af Lærum heima markaðsherferð Háskólans á Bifröst, sem hrundið var af stað sl. vor í samstarfi við auglýsingastofuna Cirkus og naut hún verðskuldaðrar athygli í einu af anddyrum Smáralindar.

James Einar Becker, markaðsstjóri og Atli Björgvinsson, verkefnisstjóri á markaðs- og samskiptasviði veittu lúðrinum viðtöku af hálfu Háskólans á Bifröst, en af hálfu auglýsingastofunnar Gulli Aðalsteinsson og Rósa María Árnadóttir.

James Einar Becker: „Það er náttúrulega fátt sætara fyrir markaðsfólk en að fá verðlaun fyrir bestu auglýsinguna. Þá eiga samstarfsaðilar okkar í Cirkus hvert gramm af verðlaununum skilið. Það hefur verið fáránlega gaman að vinna með þeim í þessu verkefni.“