Háskólinn á Bifröst áfram í góðri sókn 18. desember 2018

Háskólinn á Bifröst áfram í góðri sókn

Góð aðsókn er í áfram í nám við Háskólann á Bifröst en fjöldi umsókna bæði í grunn- og meistaranám fer vaxandi frá ári til árs. Háskólinn hefur verið í góðri sókn síðustu árin og er í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi. Skráðir nemendur á vorönn 2019 eru um 100 fleiri en á sama tíma í fyrra. Töluverður fjöldi erlendra nemenda verða í námi við skólann á næstu önn en reiknað er með að þeir verð a.m.k. um 70 talsins.

Nám við Háskólann á Bifröst er hagnýtt með áherslu á frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Háskólinn sérhæfir sig í kennslu viðskiptatengdra greina og að mennta fólk til forystustafa í atvinnulífinu og samfélaginu.

Umsóknafrestur í grunn- eða meistaranám er þegar liðinn en þrátt fyrir það er enn verið að taka á móti umsóknum og allir áhugasamir hvattir til þess að senda inn umsókn.

Allar nánari upplýsingar um námframboð má finna hér.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta