Samninganefndir háskólanna á Þórisstöðum, þar sem fyrsti viðræðufundur þeirra var haldinn sl. föstudag.

Samninganefndir háskólanna á Þórisstöðum, þar sem fyrsti viðræðufundur þeirra var haldinn sl. föstudag.

12. febrúar 2024

Fyrsti fundur samninganefnda

Samninganefndir Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hittust á fyrsta viðræðufundi sínum sl. föstudag. Fundurinn var haldinn á Þórisstöðum, skammt frá Grenivík.

Fyrir hönd Háskólans á Bifröst mættu deildarforsetarnir þrír, kennslustjóri, gæðastjóri og rektor, en af hálfu Háskólans á Akureyri sátu fundinn sviðsforsetar, framkvæmdastjóri háskólans, mannauðs- og gæðastjóri, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu og rektor.

Á fundinum voru línur lagðar fyrir verkefnið sem í hönd fer, skilgreiningar þess og skipun starfsfólks vinnuhópa. Einnig var rætt um forsendur góðrar samningatækni og gagnkvæms trausts. Þá voru samninganefndirnar á einu máli um að upplýsingum verði miðlað jafnt og þétt innan háskólanna um gang viðræðna.