27. janúar 2015

Framtíð háskóla í Borgarbyggð

Ráðstefna um framtíð háskóla í Borgarbyggð verður haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi, föstudaginn 30. janúar næstkomandi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Borgarbyggðar, Háskólans á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Snorrastofu og Framfarafélags Borgfirðinga.

Á ráðstefnunni verður fjallað um framtíð háskóla í Borgarbyggð og hvernig styrkja megi starfsemi þeirra. Meðal gesta verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.

Dagskrá er hér að neðan, athugið að skrá ykkur á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is