Bjarki í stofu HT101 í Háskóla Íslands, þar sem hann flutti fyrirlestur sinn á jafnréttisdögum 2023.

Bjarki í stofu HT101 í Háskóla Íslands, þar sem hann flutti fyrirlestur sinn á jafnréttisdögum 2023.

9. febrúar 2023

Fjölsóttur fyrirlestur

Incel er hluti af því sem hefur verið kallað mannhvelið, eða manosphere, sem er samansafn af nokkrum róttækum kvenhaturshreyfingum á veraldarvefnum.

Bjarki Þór Grönfeldt, lektor við Háskólann á Bifröst, flutti á jafnréttisdögum opinn fyrirlestur um hreyfinguna ásamt því vaxandi og sífellt forhertara kvenhatri sem mælist á vefnum, ekki hvað síst á meðal ungra karlmanna.

Auk rannsókna á Incel-hreyfingunni hefur Bjarki tekið þátt í þróunarverkefni sem ætlað er að stemma stigu við þessari neikvæðu þróun og vann nú nýverið til fyrstu verðlauna.

Fyrirlesturinn var vel sóttur og tók fjöldi áheyrenda þátt í fyrirspurnum og umræðum að flutningi hans loknum. 

Þeir sem vilja kynna sér efni fyrirlestursins má benda á að RÚV birtir á vef sínum viðtal við Bjarka um efni fyrirlestursins. Viðtalið var birt í 10 fréttum Ríkissjónvarpsins þann 6. feb. sl.