
Eiríkur Bergmann og Heather McRobie sóttu ráðstefnu um stjórarskrárgerð í Glasgow
Tveir fulltrúar félagsvísinda- og lagadeildar, þau Eiríkur Bergmann prófessor og Heather McRobie, lektor, sóttu nýverið ráðstefnu um „Stjórnarskrárgerð og lýðræði“, sem styrkt var af COST (European Cooperation in Science and Technology), við Háskólann í Glasgow dagana 24.-25. Október. Þar fóru fram víðtækar umræður um hvernig verklag við gerð stjórnarskrár getur og ætti vega byggt á eins beinu sambandi við hverja þjóð og hægt er og tryggja að sem flestir geti komið að borðinu. Eiríkur Bergmann, sem tók beinan þátt í gerð stjórnarskrár Íslands, kynnti erindi Heather á ráðstefnunni, sem talaði um þær hræringar sem orðið hafa á stjórnarskrá Egyptalands í kjölfar arabíska vorsins 2011 og hvað við getum lært af þeirri reynslu vin vinnslu stjórnarskráa.
Í ljósi fundarins sem haldinn var um helgina, þar sem Íslendingum var að handahófi boðið hafa áhrif á og ræða um framtíð íslensku stjórnarskrárinnar, er ferð þeirra til Skotlands enn mikilvægari. Fræðimenn okkar taka stöðugt þátt í þeim ferlum og hræringum sem eru í gangi í samfélaginu hverju sinni, sem gerir þeim kleift að deila reynslu sinni með nemendum sínum. Þetta er eitt af því sem eykur gildi menntunar nemendanna og undirbýr þá fyrir tækifæri á vinnumarkaði þegar þeir eru útskrifaðir.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta