Dr. Magnús Skjöld tilnefndur sem fulltrúi Íslands í COST verkefni
9. júlí 2021

Dr. Magnús Skjöld tilnefndur sem fulltrúi Íslands í COST verkefni

Dr. Magnús Skjöld, dósent í stjórnmálafræði hefur verið formlega tilnefndur sem fulltrúi Íslands í COST rannsóknarverkefnið Intergovernmental Coordination from Local to European Governance. Rannsóknin, sem er evrópskt samstarfsverkefni, gengur út á að skapa nýja innsýn í hvernig eigi að skipuleggja stofnanir og ferli í alþjóðastarfi stjórnvalda. Magnús er doktor í stjórnmálafræði og með meistaragráður í Evrópufræðum og alþjóða- og þróunarhagfræði. Hann hefur verið starfandi við Háskólann á Bifröst í næstum tvo áratugi, en hefur einnig sinnt kennslu við Háskóla Íslands og háskóla í Hollandi auk þess að starfa á vettvangi NATO í Afghanistan árið 2018.