
Dr. Francesco Macheda lektor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst kynnir rannsókn sína
Dr. Fancesco Macheda, lektor í stjórnmálahagfræði við Háskólann á Bifröst kynnti greinardrög sín á ráðstefnu sem ber yfirskriftina ,,The Political Economy of Inequalities and Instabilities in the 21st Century“ sem haldin var í Berlin School of Economics and Law dagana 13. – 15. september 2017. Greinardrög Macheda eru titluð „The illusion of patient capital. Evidence from pension investment policy in the Netherlands“ hafa verið valin meðal 650 annarra tilnefndra fræðilegra rannsókna fyrir ráðstefnuna í Berlín.
Dr. Macheda hefur einnig verið boðið að greina frá vinnu sinni á tíundu ESPAnet ráðstefnunni „Welfare and Globalization: Social Policies Facing New and Old Inequalities“ sem verður haldin á vegum University of Bologna á Ítalíu, dagana 21. – 23. September á þessu ári.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta