Datacenter Forum
Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor, er á meðal þátttakenda á ársfundi Datacenter Forum, sem fer nú fram í annað sinn í Reykjavík.
Datacenter Forum er norrænn samstarfsvettvangur þeirra sem vinna að eða með tölvu- og gagnatengd málefni. Sem vettvangur höfðar Datacenter Forum aðallega til stjórnenda og stjórnmálamanna og annarra þeirra er koma að stefnumótun eða ákvarðanatöku á þessu sviði.
Samtökin voru stofnuð árið 2014 og er þetta í annað sinn sem ársfundur þeirra fer fram í Reykjavík.
Hanna Kristín, sem er lektor og fagstjóri viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind við Háskólann á Bifröst, tekur þátt í sérstakri umræðustofu um Artificial Intelligence and Machine Learning eða Gervigreind og Námshæfni véla. Á meðal annarra þátttakenda eru Helga Waage, tæknistjóri og meðstofnandi Mobilitus, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, ráðgjafi og nefndarkona í siðnefnd norræns sérfræðingahóps um gervigreind og Mike Allen, yfirmanni tölvustýringar hjá Verne Global.
Ársfundurinn fer fram í Hörpu, þriðjudaginn 24. október nk.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta