Dagur miðlunar og almannatengsla
Félagsvísindadeild fagnar Degi miðlunar og almannatengsla með opinni málstofu í Húsi atvinnulífsins þann 19. maí nk.
Dagur miðlunar og almannatengsla er helgaður öllu sem viðkemur boðmiðlun, upplýsingamiðlun og samskiptastjórnun. Um árlegan viðburð er að ræða á vegum félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst sem ætlaður er nemendum, fagfólki og öðru áhugafólki um góða boðmiðlun og almannatengsl.
Í tilefni dagsins taka valinkunnir sérfræðingar þátt í málstofu þar sem þeir segja frá daglegum viðfangsefnum sínum og áskorunum. Í forgrunni er það breiða verkefnasvið sem einkennir samskiptastörf og um leið fjölbreytileiki þessara oft og tíðum ólíku starfa. Málstofan er haldin í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í fundarsalnum Hyl á jarðhæð hússins kl. 15:30-17:00. Till máls taka eftirtalin:
Gunnlaugur Bragi Björnsson - Samskiptastjóri Viðskiptaráðs og formaður Hinsegin Daga í Reykjavík.
Karen Kjartansdóttir - Meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar. Karen hefur um árabil unnið á sviði almannatengsla og stjórnendaráðgjafar hjá ráðgjafafyrirtækjunum Athygli og Aton ásamt því að hafa verið samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Karen hefur einnig talsverða reynslu af fjölmiðlastörfum, sem blaðamaður og pistlahöfundur á DV og á Fréttablaðinu og síðar fréttamaður og varafréttastjóri á Stöð 2.
Marta Rún Ársælsdóttir - Yfirmaður markaðsmála hjá Grillmarkaðnum, Fiskmarkaðnum, Uppi Bar og La Trattoria. Marta útskrifaðist úr miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst árið 2019.
Málstofustjóri er Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri BA náms í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst.
Öll eru velkomin á málþingið, sem fer fram í beinu streymi í Hyl, sem er eins og áður segir fundarsalur á jarðhæð í Húsi atvinnulífsins.
Að málþingi loknu verða léttar veitingar í boði félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.
Streymt verður beint á FB-síðu og háskólavef HB. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að smella hér og skrá sig.
Dagur miðlunar og almannatengsla
Húsi atvinnulífsins, 19. maí 2023, kl. 15:30-17:00
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta