Ljósmynd: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir. Dansað Hókí pókí á 17. júní í Langanesbyggð.

Ljósmynd: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir. Dansað Hókí pókí á 17. júní í Langanesbyggð.

6. desember 2024

Byggðabragur unga fólksins

Verkefnið Byggðabragur – verkfærakista unga fólksins hlaut styrk uppá eina milljón króna frá Uppbyggingarsjóði Norðausturlands en styrkir voru afhentir þann 5. desember. Það er Rannsóknarsetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum sem vinnur að þessu verkefni og er þar líkt og í fyrri rannsóknum verið að vinna með byggðabrag í landsbyggðum Íslands.

Þetta verkefni hefur það hins vegar að markmiði að ná til unga fólksins. Hvernig sjá þau fyrir sér byggðabrag í sínu samfélagi og hvernig má byggja hann upp til framtíðar litið. Þarna verður í raun tekin upp skýrslan Byggðabragur – verkfærakista fyrir sveitarfélög, sem gefin var út af rannsóknarsetrinu í ágúst, og ungt fólk fengið saman á vinnustofu þar sem þau rýna það til gagns. Markmiðið er að þau komi með sína eigin útgáfu eða hugmyndir, sem hægt er að setja fram með mismunandi hætti. Gréta Bergrún sérfræðingur á Rannsóknarsetrinu mun stýra verkefninu sem verður unnið í samstarfi við ungmennaráð í Langanesbyggð og Norðurþingi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta