
Breytt fyrirkomulag komandi vinnuhelgar vegna fjölgunar smita
Áætlað var að halda vinnuhelgi í grunnnámi og símenntunarnámskeiðinu Mætti kvenna á Bifröst helgina 11.-14. mars. Í ljósi fjölgunar smita hefur verið ákveðið að flytja vinnuhelgina yfir á Teams, þ.e. dagskrá grunnnámsins fer alfarið á Teams og hluti af dagskrá Máttar kvenna. Meginhluta hennar er hins vegar frestað.
„Það næsta sem gerist hér á landi fjallar ekki um sóttvarnarreglur heldur um þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar getur axlað og hjálpar okkur að koma i veg fyrir hópsmit,“ segir í bréfi Margrétar Jónsdóttur Njarðvík rektors til nemenda þar sem hún tilkynnir um ákvörðun sína um breytt fyrirkomulag vinnuhelgarinnar.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta