
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 19. júní
Laugardaginn 19. júní verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls útskrifast 129 nemendur, 29 úr háskólagátt, 45 grunnnámi og 55 úr meistaranámi. Útskriftarathöfnin verður haldin klukkan 11.
Karlakórinn Söngbræður syngur við athöfnina og í lok hennar ávarpar Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor hina nýútskrifuðu. Að athöfn lokinni verður boðið upp á veitingar í húsakynnum skólans.
Skylt verður að bera grímu við athöfnina og henni verður streymt. Streymið má nálgast hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta