Bifröst og Borgarbyggð í evrópsku samstarfsverkefni
Símenntun Háskólans á Bifröst og Borgarbyggð taka þátt í að þróa „nýja kynslóð stjórnsýslu“ í evrópsku samstarfsverkefni
Nýlega fengu Háskólinn á Bifröst og Sveitarfélagið Borgarbyggð styrk úr Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPA) til að þróa nýja þjónustu í sveitarfélaginu. Um er að ræða samstarfsverkefni háskóla, sveitarfélaga, samtaka sveitarfélaga og svæðisskrifstofa í þátttökulöndunum. Hér er á ferðinni þriggja ára þróunarverkefni í nýsköpun í opinberri þjónustu með notkun tækni og netlausna. Írland, Svíþjóð, Finnland og Noregur taka þátt ásamt Íslandi en áherslan er á lausnir í heilbrigðis, skipulags og- umhverfismálum. Í Borgarbyggð verður hannaður íbúavefur, þar sem upplýsingar um umhverfis og skipulags mál verða gerð aðgengileg. Auk þess geta íbúar tekið þátt með beinum hætti í þróun og skipulagi svæða í gegnum vefinn. Mikil áhersla er lögð á þátttöku notenda þjónustunnar og fræðslu við innleiðingu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta