Bifrestingarnir Karen Ósk Lárusdóttir, Matthea Baerts Kristjánsdóttir, Gunnar Ingi Þorsteinsson og Hjördís Garðarsdóttir, Neyðarlínu
14. nóvember 2023Bifrestingar á vaktinni
Viðbragðsaðilar standa þessi dægrin vaktina vegna eldsumbrota á Reykjanesi og það er kannski ekki hvað síst á tímum sem þessum sem finna má glöggt hversu mikilvægt það er að vel þjálfað fólk með þekkingu á aðstæðum og réttum viðbrögðum skipi hvert rúm innan þeirra raða.
Á meðal þeirra fjölmörgu sem standa vaktina eru þeir starfsmenn viðbragðsaðila sem hafa samhliða störfum sínum verið í meistaranámi í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst. Þessir nemendur eru því svo sannarlega að reyna gildi meistaranámsins síns með beinum og milliliðalausum hætti, ef svo má að orði komast.
Þessi skemmtilega mynd hér að ofan náðist af Bifrestingum sem voru á vakt í samhæfingamiðstöð almannavarna í gær, en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lagt stund á meistaranám í áfallastjórnun.
Á myndinni eru f.v. Karen Ósk Lárusdóttir, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sem er þegar útskrifuð, Matthea Baerts Kristjánsdóttir, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Gunnar Ingi Þorsteinsson, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Hjördís Garðarsdóttir, Neyðarlínu.
Þau þrjú síðastnefndu eru öll enn í náminu og fylgir það jafnframt sögunni að enda þótt lítið hafi farið fyrir mætingu í staðlotu um síðustu helgi, hafi lærdómur hjá þeim engu að síður verið heilmikill.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta