
Bifrastarþing
Á fimmtudaginn 22. febrúar kl. 14.00 verður Bifrastarþing sem er formleg opnun 100 ára afmælishátíðar Háskólans á Bifröst. Þar fara með framsögu góðir gestir, rifja upp sögu Háskólans á Bifröst, fjalla um menntun kvenna á árum áður, afmæli skólans, rifja upp gamla tíma og fleira. Athöfnin fer fram í Hriflu (hátíðarsal skólans) og að henni lokinni verða léttar veitingar í boði. Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið bifrost@bifrost.is.
Dagskrá
Þórir Páll Guðjónsson: Fulltrúi Hollvinasamtaka opnar afmælishátíðina
Lilja Alfreðsdóttir: Mennta og menningarmálaráðherra ávarpar gesti
Jón Sigurðsson: Samvinnuskólinn og Samvinnuháskólinn – Skerfur og saga
Umræður
Kaffi
Sigrún Jóhannesdóttir: Kveikjum ljós í stað þess að kvarta yfir myrkrinu-
Hugleiðingar um kvennanámskeiðin „Kvennaframa“ 1986-1988
Umræður
Rannveig Margrét Stefánsdóttir: Að láta drauminn rætast
Vilhjálmur Egilsson - Aldarafmæli Háskólans á Bifröst og fullveldis Íslands
Gísli Einarsson: Kynnir og samkomustjóri (kemur inn á milli mælenda)
Léttar veitingar
Vertu velkomin á Bifröst
100 ár afmælisnefnd Háskólans á Bifröst
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta