
BA gráða í HHS, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, frábær undirbúningur fyrir nútíma stjórnmál
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pírata. Sigríður Bylgja er með BA gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og MSc í Mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.
Sigríður Bylgja segir HHS námið vera frábæran undirbúning fyrir nútíma stjórnmál þar sem að í náminu sé lögð áhersla á að flétta saman heimspeki, hagfræði og stjórnamálafræði og finna snertipunkt á þeim.
„Námið jók víðsýni mína og setti hlutina í stærra samhengi. Kennsla í heimspeki, þar á meðal siðfræði, er eitthvað sem allir sem starfa við stjórnmál ættu að vera skyldugir til þess að læra. Með mikilli verkefna- og hópavinnu sem fylgdi náminu voru aðrir þættir þroskaðir, en með því að starfa mikið í hópum lærði maður málamiðlun, að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og kafaði dýpra í málin með miklum rökræðum,“ segir Sigríður Bylgja.
um stöðu framkvæmdastjóra Pírata og samþykkti framkvæmdaráð einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra.
„Ég mæli með námi í HHS fyrir alla þá sem hafa áhuga á þverfaglegu námi í skemmtilegu umhverfi og ekki síst fyrir þá sem hafa ekki fastmótaða hugmynd um hvað þeir ætla að gera í framtíðinni, HHS er nefninlega góður undirbúningur fyrir svo margt,“ segir Sigríður Bylgja.
Háskólinn á Bifröst óskar Sigríði Bylgju velfarnaðar í nýju starfi. Umsóknarfrestur í grunnnám við Háskólann á Bifröst er til 15. júní og nánari upplýsingar um HHS námið má nálgast hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta