Átök á stjórnarheimilinu
Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi í morgun á Rás 2 á RÚV, stöðu ríkisstjórnarinnar í framhaldi af flokksráðsfundum helgarinnar.
Á meðal þess sem Eiríkur ræddi voru þær andstæðu ályktarnir sem komu fram á flokksráðsfundum annars vegar Sjálfstæðisflokksins og hins vegar Vinstri grænna.
Með hliðsjón af því að stjórnarsamstarfið virðist ætla að halda þrátt fyrir innbyrðis ágreining, sagði Eiríkur að staða ríkisstjórnarinnar gæti minnt á hjón sem hefðu ákveðið að skilja, en ákveðið að búa samt áfram saman.
Þá kom hann jafnframt inn á þýðingu þess að ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald, líkt og sveitarstjórnir eru, heldur fari hver ráðherra með æðsta vald í málefnum síns ráðuneytis.
Í lok viðtalsins rifjaði Eiríkur svo upp hina áratugalöngu flugvallardeilu í Reykjavík í tilefni af samskiptum ÍSAVIA við Reykjavíkurborg vegna flugvallarins.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta