
Samtal um skapandi greinar: Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Locatify
6. september 2021Alþjóðlegt nýsköpunarfyrirtæki í Borgarnesi
Kynning á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Locatify.
Föstudaginn 10. september nk. heldur Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri, fyrirlestur við Háskólann á Brifröst um íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Locatify. Fyrirlesturinn verður sendur út í opnu streymi kl 9:15-10:00.
Í fyrirlestrinum kynnir Steinunn hvað Locatify hefur upp á að bjóða fyrir skapandi greinar. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun á notendavænum hugbúnaði til margmiðlunar sem virkjast sjálfkrafa eftir staðsetningu. Hefur appumsjónarkerfi Locatify m.a. verið notað í ferðaþjónustu, söfnum og skólum og mun Steinunn Anna gera grein fyrir því hvernig hvernig fólk í hinum skapandi greinum getur nýtt sér þessa nýstárlegu tækni til að koma staðtengdum sögum á framfæri.
Steinunn Anna stofnanði Locatify ásamt Leifi Björnssyni árið 2009 og hafa þau í sameiningu leitt þróun hugbúnaðarfyrirtækisins allar götur síðan. Ástríða hennar á sagnamiðlun og óbilandi áhugi á stafrænum lausnum, endurspeglast á margan hátt vel í vöruframboði fyrirtækisins.
Hlekkur á viðburðinn má finna hér: https://fb.watch/7WTU6rX0MI/
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta