Áhugaverð og lifandi dagskrá á nýnemadögum
21. ágúst 2018

Áhugaverð og lifandi dagskrá á nýnemadögum

Kennarar, starfsfólk og nemendur Háskólans á Bifröst tóku á móti nýnemum í Háskólagátt síðastliðinn föstudag og tókst dagurinn vel í alla staði. Nýnemadagar í grunn- og meistaranámi eru nú framundan þann 23. og 24 ágúst. Verður skólasetning klukkan 13 fimmtudaginn 23. ágúst og að því loknu verður þjónusta við nemendur og kennslukerfi háskólans kynnt. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður og skemmtun á vegum nemendafélagsins. Föstudagurinn verður helgaður kynningu á deildum fyrir hádegi og málstofum að loknum hádegisverði. 

Ætíð er ánægjulegt fyrir starfsfólk og kennara að taka á móti nýjum nemendum í hópinn á Bifröst og framundan bæði áhugaverð og lifandi dagskrá á nýnemadögum. Nálgast má nánari dagskrá nýnemadaga í grunn- og meistaranámi hér