Aðalfundur Háskólans á Bifröst
9. maí 2023

Aðalfundur Háskólans á Bifröst

Boðað er til aðalfundar Háskólans á Bifröst. Fundurinn verður haldinn þann 11. maí næstkomandi í Hriflu, hátíðarsal háskólans og hefst kl. 13:00. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf: 

  1. Skýrsla stjórnar og rektors um starfsemi háskólans fyrir næstliðið skólaár.
  2. Ársreikningur vegna næstliðins skólaárs lagður fram til kynningar og samþykktar.
  3. Kynning á efnahag og rekstri allra þeirra félaga, dóttur- og hlutdeildarfélaga, sem tengjast rekstri Háskólans á  Bifröst.
  4. Rekstraráætlun með tilheyrandi fjárfestingaráætlun fyrir yfirstandandi skólaár.
  5. Kosning löggilts endurskoðanda fyrir Háskólann á Bifröst.
  6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir nýliðið starfsár.