11. júní 2015

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir með fyrirlestur við þýskan háskóla

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, lektor á félagsvísindasviði og viðskiptasviði var nýlega í heimsókn við Háskólann í Luneburg í Þýskalandi. Þar hélt hún fyrirlestur um doktorsrannsókn sína sem fjallar um tónlistarfélagsfræðilega tilviksrannsókn á flutningi ensks Bach-kórs á H-moll messunni eftir J. S. Bach. Fyrirlesturinn var sá fyrsti af þremur í fyrirlestrarröð sem menningarfræðadeild skólans stendur fyrir á þessu sumarmisseri og hefur yfirskriftina ,,Music. Society. Community (Musik Zwischen Gesellschaft und Gemeinschaft).