Viðskiptagreind

BS nám með áherslu á viðskiptagreind er sérhæft viðskiptafræðinám sem er sniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við þekkingu sína, leikni og hæfni á því sviði.

Viðskiptagreind er ein af átta mismuandi áherslum í viðskitptafræði, en hver nemandi getur valið að hafa allt að tvö slík kjörsvið í BS námi sínu.

Á síðustu árum hefur bylting átt sér stað í þróun gervigreindar sem flestar atvinnugreinar byggja á í dag. Gervigreind og sjálfvirkni er víða að finna í heimi viðskipta. Stjórnendur þurfa í æ ríkari mæli að hafa þekkingu á notkunargildi og þeim möguleikum sem þessi hugbúnaður hefur upp á að bjóða.

Við Háskólann á Bifröst gefst nemendum kostur á grunnnámi í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind. Þannig er stuðlað að því að leiðtogar framtíðarinnar hafi skilning á þessum hugbúnaði og geti notfært sér þessa nýju tækni. Ekki er krafist sérstakra forkrafna í stærðfræði eða tölvuþekkingu. Áhersla er lögð á virkni hinna ýmsu tegunda hugbúnaðar og notagildi í síbreytilegum heimi viðskipta.

Sérhæfingin kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:

  • Ákvörðunarfræði 
  • Upplysingatækni og forritun
  • Vistkerfi gervigreindar
  • Sjálfvirknivæðing
  • Nám í viðskiptafræði á Bifröst

    Markmiðið með grunnnámi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst er að gera nemendum kleift að nýta frumkvæði sitt og sjálfstæði til aukinna áhrifa og ábyrgðarstarfa.

    Námið miðar að því að nemendur afli sér þekkingar og færni á sviði viðskipta auk þess að vinna að raunverulegum verkefnum. Fræðilegi hluti Þess felur í sér skilning á fræðilegri greiningu og kenningum og hæfni til að vinna með þær. Þverfagleg nálgun miðar svo að því að efla gagnrýna og skapandi hugsun, atvinnulífi og samfélagi til góða. 

    Nánar um sérstöðu námsins við Háskólann á Bifröst 

  • Umsóknarfrestur

    Opið er fyrir umsóknir um nám við Háskólann á Bifröst vegna haustannar 2024 til og með 5. júní nk. 

    Sækja um

  • Inntökuskilyrði

    Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

    Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.