Ath. Ekki verður tekið inn í námið haustið 2025.
BS nám með áherslu á viðskiptagreind er sérhæft viðskiptafræðinám sem er sniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við þekkingu sína, leikni og hæfni á því sviði.
Viðskiptagreind er ein af átta mismunandi áherslum í viðskiptafræði, en hver nemandi getur valið að hafa allt að tvö slík kjörsvið í BS námi sínu.
Á síðustu árum hefur bylting átt sér stað í þróun gervigreindar sem flestar atvinnugreinar byggja á í dag. Gervigreind og sjálfvirkni er víða að finna í heimi viðskipta. Stjórnendur þurfa í æ ríkari mæli að hafa þekkingu á notkunargildi og þeim möguleikum sem þessi hugbúnaður hefur upp á að bjóða.
Við Háskólann á Bifröst gefst nemendum kostur á grunnnámi í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind. Þannig er stuðlað að því að leiðtogar framtíðarinnar hafi skilning á þessum hugbúnaði og geti notfært sér þessa nýju tækni. Ekki er krafist sérstakra forkrafna í stærðfræði eða tölvuþekkingu. Áhersla er lögð á virkni hinna ýmsu tegunda hugbúnaðar og notagildi í síbreytilegum heimi viðskipta.
Sérhæfingin kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:
-
Nám í viðskiptafræði við Háskólann Bifröst
Markmiðið með grunnnámi í viðskiptafræði við Háskólann Bifröst er að gera nemendum kleift að nýta frumkvæði sitt og sjálfstæði til aukinna áhrifa og ábyrgðarstarfa.
Fjarnámið miðar að því að nemendur afli sér þekkingar og færni á sviði viðskipta auk þess að vinna að raunverulegum verkefnum. Fræðilegi hluti Þess felur í sér skilning á fræðilegri greiningu og kenningum og hæfni til að vinna með þær. Þverfagleg nálgun miðar svo að því að efla gagnrýna og skapandi hugsun, atvinnulífi og samfélagi til góða.
-
Umsóknarfrestur
Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.
Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.
-
Inntökuskilyrði
Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.
-
Fyrirkomulag kennslunnar
Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk.
Hverri önn við Háskólann á Bifröst er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins.
Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefnin eru gjarnan nefnd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda fyrir vinnumarkað að námi loknu. Nánar um námið á Bifröst
-
Framvinda og námslok
Grunnnám við Háskólann á Bifröst er 180 ECTS fjarnám og geta nemendur að verulegu leyti ráðið námshraða sínum.
Jafnframt gefst kostur á því að ljúka flestu grunnnámi á tveimur og hálfu ári. Sumarönn er kennd við Háskólann á Bifröst og nemdur geta því lokið 80 ECTS einingum á ári í stað 60. Námskeiðum má þannig að mestu leyti ljúka á fyrstu tveimur námsárunum. Á þriðja ári gera nemendur svo lokaverkefni auk þess að ljúka einingum sem kunna að vera eftir vegna starfsþjálfunar eða valnámskeiða.
-
Inntökuskilyrði
Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.
-
Lærðu heima
Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna nálgun og námsumhverfi er stafrænt og sveigjanlegt. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum.