Stjórnunarbókhald

Stjórnunarbókhald

Stjórnunarbókhald er samansafn tölulegra aðferða sem nýttar eru við ákvörðunartöku innan fyrirtækja. Í námskeiðinu er farið yfir helstu aðferðir stjórnunarbókhalds. Ítarlega er fjallað um ólíka eiginleika kostnaðar, t.d. sokkinn/óafturkræfan, beinan og óbeinan, fastan og breytilegan. Farið er yfir núllpunktsgreiningar, með og án hagnaðartakmörkum, rekstrargírun og sveigða áætlanagerð. Magnákvörðun framleiðslu þegar framleiðsluþættir eru takmarkaðir er skoðuð. Hlutföllun kostnaðar er stór hluti námskeiðsins en farið er yfir nokkrar útfærslur fullkostnaðar-aðferðarinnar, meðal annars verkgrundaða kostnaðaraðferð (Activity-based costing, ABC). 

Sjá kennsluskrá hér. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast heildstæðan skilning á því hvaða kostnaðarþætti á að nota við mat á kostnaði verkefna, deilda og eininga innan fyrirtækja.

Þátttökugjald er 75.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina staðlotu í Borgarnesi. Kennsla hefst 24. febrúar 2025 og stendur til 12. apríl. Um fjögurra stunda staðlota verður á tímabilinu 13.-16. mars í Borgarnesi, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 6.-12. apríl.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.     

Kennari

Kennari námskeiðsins er Árni Sverrir Hafsteinsson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2025.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.