App fyrir fjölþátta auðkenningu

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á appi fyrir fjölþátta auðkenningu. Prentvænt útgáfa (pdf)

1. Smelltu á Vefpóstur á http://cloudowa.bifrost.is/owa

2. Skráðu Bifrastar-netfangið þitt og smelltu á Áfram.
3. Skráðu lykilorðið og veldu Innskráning. Ef lykilorð hefur glatast má biðja um nýtt með tölvupósti á hjalp@bifrost.is
4. Þá kemur tilkynning um að virkja þurfi fjölþátta auðkenningu. Smelltu á Áfram.
5. Sími fyrir sannvottun er sjálfgefið val.  Við mælum með að velja Farsímaforrit.
6.  Næst þarft þú að setja upp Microsoft Authenticator forritið í snjallsímann þinn. Þú sækir forritið í Google Play eða App Store.


Google Play: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.azure.authenticator&hl=en&gl=US

App Store: https://apps.apple.com/us/app/microsoft-authenticator/id983156458

7. Síðan skaltu smella á Setja upp. (Snjallsími)
8. Smelltu svo á Opna. (Snjallsími)
9. Smelltu á Accept til þess að halda áfram. (Snjallsími)
10. Smelltu á “Scan a QR code”. (Snjallsími)

11.  Leyfa verður Microsoft Authenticator að nota myndavélina í snjallsímanum. Þú getur valið Meðan verið er að nota forritið eða Aðeins í þetta skipti. (Snjallsími)

12. Í þessu skrefi skiptir þú yfir í vefpóstinn og velur Nota staðfestingarkóða. Smelltu svo á Setja upp
13.  Þá opnast skjámynd af QR kóða í tölvupóstinum sem þú skannar inn með Microsoft Authenticator snjallappinu.
14.  Smelltu næst á OK í snjallsímanum.
15. Veldu Haskólinn á Bifröst. (Snjallasími)
16. Þá færðu “One-time password code” sem þú þarft svo að nota á eftir í vefpóstinum. (Snjallsími)
17.  Í tölvupóstinum smellir þú á Áfram. (Vefpóstur)

18.  Þá færðu Farsímaforrit hefur verið stillt fyrir tilkynningar og staðfestingarkóða. Smelltu á Áfram.  (Vefpóstur)

19.  Þá kemur upp gluggi þar sem þú setur inn One-time password code úr snjallappinu Microsoft Authenticator. Smelltu á Staðfesta. (Vefpóstur)
20.  Veldu Ísland (+354). Settu síðan inn símanúmerið þitt og smelltu á Áfram. (Vefpóstur)

21. Að endingu er smellt á Lokið til að ljúka uppsetningunni. (Vefpóstur)