Velkomin til starfa 3. september 2024

Velkomin til starfa

Sólveig Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður deildarforseta félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.

Sólveig, sem er fædd og uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur, er náttúru- og umhverfisfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Þá er hún einnig með próf sem tækniteiknari frá Tækniskólanum, auk þess sem hún lumar að sögn á hússtjórnarprófi.

Sólveig hefur starfað m.a. við ferðaþjónustu og á umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar. Áhugamálin eru að mestu tengd hönnun og sköpun af ýmsum toga ásamt umhverfismálum, auk þess sem hússtjórnarprófið fær af og til að notið sín í sultugerð, bakstri og prjónaskap.

Við bjóðum Sólveigu hjartanlega velkomna til starfa.