3. september 2024
Velkomin til starfa
Guðrún Rannveig Stefánsdóttir hefur verið ráðinn umsjónarkona Háskólagáttar Háskólans á Bifröst.
Guðrún Rannveig er með tvær MA gráður eða annars vegar í menningarmiðlun og hins vegar í ritlist frá Háskóla Íslands. Þá er hún með BA gráðu í dönsku og guðfræði og kennsluréttindanámi, einnig frá HÍ. Jafnframt hefur hún sótt sér grunn- og framhaldsmenntun í Markþjálfun hjá Profectus.
Síðastliðin ár hefur Guðrún Rannveig starfað sem kennari við Verzlunarskóla Íslands. Hún hefur þó ekki sagt alveg skilið við Verzló og mun sinna þar áfram kennslu í dönsku og listgreinum samhliða starfi sínu við Háskólann á Bifröst, en umsjón með háskólagáttinni hefur verið hálft stöðugildi.
Við bjóðum Guðrúnu Rannveigu innilega velkomna til starfa.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta