Velkomin til starfa
Við bjóðum Álfheiði Evu Óladóttur velkomna til starfa, en hún tók nýlega við starfi Endurmenntunarstjóra Háskólans á Bifröst.
Álfheiður lauk BA gráðu í sálfræði árið 2007 og MS gráðu í stjórnun og stefnumótun árið 2012 frá Háskóla Íslands.
Álfheiður hefur fjölbreytta reynslu sem sérfræðingur og stjórnandi á sviði fræðslu- og mannauðsmála, en áður hefur hún m.a. starfað sem mannauðsstjóri hjá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og sem verkefnastjóri og þróunarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Þá starfaði hún einnig sem framkvæmdastjóri hjá Vinnu og vellíðan, ráðgjafafyrirtæki á sviði, vinnuverndar og fræðslu og vellíðanar á vinnustöðum.
Þess má svo geta að Álfheiður er þegar að góðu kunn innan HB, en hún hefur á undanförnum árum starfað sem stundakennari í stjórnun og stefnumótun og aðstoðarkennari í rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði.
Álfheiður hóf störf hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst nú síðsumars. Er hún boðin hjartanlega velkomin til starfa.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta