Íbúar sveitarfélaga – rannsókn á stærðarhagkvæmni sýnir að fjölmennari sveitarfélög geta veitt hagkvæmari þjónustu í flestum málaflokkum, þó með vissum undantekningum.

Íbúar sveitarfélaga – rannsókn á stærðarhagkvæmni sýnir að fjölmennari sveitarfélög geta veitt hagkvæmari þjónustu í flestum málaflokkum, þó með vissum undantekningum.

19. desember 2024

Stærðarhagkvæmni sveitarfélaga

Í dag kom út greinin um stærðarhagkvæmni í rekstri íslenskra sveitarfélaga í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál eftir Vífil Karlsson og Stefán Kalmansson hjá Rannsóknarsetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum. Þetta er tíunda útgáfa RBS eða útgáfa í samstarfi við aðra á þeim tveimur árum sem setrið hefur starfað. Í greininni kemur fram að mikil stærðarhagkvæmni sé til staðar í rekstri sveitarfélaga. Í níu málaflokkum af 12 er stærðarhagkvæmni. Það gefur til kynna að fjölmennari sveitarfélög ættu að geta veitt þjónustu í þessum níu málaflokkum með hagkvæmari hætti en þau fámennari. Athygli vakti að í fjórum málaflokkum af þessum níu var stærðarhagkvæmni upp að vissu marki: Það bendir til að þegar fámennari sveitarfélög ná tilteknum fjölda íbúa virðist óhagkvæmni í rekstri þessara fjögurra málaflokka aukast með frekari fjölgun íbúa. Þessi mörk eru samt við einhverja tugi þúsunda íbúa. Í greiningunum var stórum tölfræðilíkönum beitt og gagnasafnið stórt þar sem það náði til allra íslenskra sveitarfélaga árin 2004-2022.

Greinina má nálgast hér í heild sinni endurgjaldslaust.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta