Sköpunarkrafturinn 1. nóvember 2024

Sköpunarkrafturinn

Kosningafundur um skapandi greinar í Grósku, miðvikudaginn 6. nóvember nk. kl. 8:30 - 10:00.

Hagrænar mælingar hafa undanfarin ár sýnt fram á öran vöxt og fjölgun starfa innan skapandi greina. Innan þeirra felast mikil og vannýtt tækifæri til nýrrar nálgunar og nýsköpunar í atvinnulífi og samfélagi, enda eru jákvæð áhrif menningar og skapandi greina á lífsgæði, mannlíf og samfélag óumdeild.

Við stöndum frammi fyrir atvinnuháttabyltingu í kjölfar alþjóðavæðingar og hraðra tækniframfara. Skapandi greinar eru í grunni þessara breytinga. Fjöldi þeirra sem starfa innan menningar og skapandi greina vex hraðar en í öðrum atvinnugreinum og Ísland á Evrópumet í þessum flokki starfasköpunar auk fjölda fyrirtækja og rekstraraðila í menningarstarfsemi af heildarfjölda fyrirtækja í hagkerfinu.

Á fundinn mæta: 

Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingu 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokki

Björn Leví Gunnarsson Pírötum

Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins 

Gunnar Smári Egilsson Sósíallistaflokki

Jakop Frímann Magnússon Miðflokki

Jón Gnarr Viðreisn

Lilja Alfreðsdóttir Framsóknarflokki 

Svandís Svavarsdóttir VG

 

Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur og höfundur skýrslunnar um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi stýrir umræðum.                                                                             

Fundurinn er öllum opinn og verður streymt. Boðið er uppá kaffi og bakkelsi fyrir fundinn.

Að fundinum standa Rannsóknarsetur í skapandi greinum, Samtök Skapandi greina, Bókmenntamiðstöð, Miðstöð hönnunar og arktitektúrs, Myndlistamiðstöð, Kvikmyndamiðstöð, Sviðslistamiðstöð, Tónlistarmiðstöð í samstarfi við CCP, Brandenburg, Vísindagarða og Grósku.

Frekari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, 866 7555, annah@bifrost.is og Gunnhildur Einarsdóttir, gunnhildur@rssg.is

 

Nýlegar skýrslur og greiningar um skapandi greinar: 

Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi, 2024, Ágúst Ólafur Ágústsson

Sköpunarkrafturinn - Orkugjafi 21. aldar, 2023, Anna Hildur Hildibrandsdóttir

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta