Bifrestingar með áhugaverð erindi á Þjóðarspeglinum

Bifrestingar með áhugaverð erindi á Þjóðarspeglinum

31. október 2024

Ráðstefna Þjóðarspegilsins

Ráðstefna Þjóðarspegilsins 31. október og 1. nóvember

Þjóðarspegillinn, ráðstefna í félagsvísindum er haldin ár hvert í Háskóla Íslands. Föstudaginn 1. nóvember fara fram 45 málstofur og 190 erindi - þar sem rætt verða þau fjölmörgu málefni sem eru efst á baugi innan félagsvísinda. Ráðstefnan er haldin í húsakynnum Háskóla Íslands og er opin öllum sem áhuga hafa og er aðgangur ókeypis.

Á ráðstefnunni verða m.a. tvær málstofur í höndum kennara félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst sem ber yfirheitið Menning og skapandi greinar. Þar verða sjö Bifrestingar með áhugaverð erindi þar sem þeir nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarmiðum og frá ýmsum hliðum. 

Málstofan Menning og skapandi greinar I hefst kl. 09:00 – 10:45 í Odda, stofu 201. Umsjónarmaður málstofunnar er Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst. Sjá nánar erindi á málstofu hér

Í framhaldinu stendur svo málstofan Menning og skapandi greinar II milli kl. 11:00 – 12:45 í umsjón Dr. Njarðar Sigurjónssonar. Sjá nánar erindi á málstofu hér

Þá mun Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar við Háskólann á Bifröst flytja erindi á málstofunni Tækni, netöryggi, umferðaröryggi og gervigreind í Odda, stofu 106 frá 11:00 – 12:45. Erindi hennar ber heitið The Color of Change: Employee Perception of RPA og fjallar hún þar um rannsókn sem hún gerði hérlendis um hvernig mismunandi persónuþættir einstaklinga geta haft áhrif á viðhorf þeirra til tækniinnleiðingar. 

Arney Einarsdóttir, prófessor og fagstjóri meistaranáms í mannauðsstjórnun verður með erindi á málstofunni Mannauður, vellíðan og gervigreind, erindið heitir Faglegur styrkur og staða mannauðsstjórnunar á Norðurlöndum eftir COVID og verður flutt í Odda, stofu 101 kl. 09:00 – 10:45. Arney er einnig meðhöfundur að erindi Bjarneyjar L. Bjarnadóttur, fyrrverandi nemanda í Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun og ber yfirskriftina Allir eiga að vera mega hressir og með brennandi áhuga og fjallar um útilokandi hæfniskröfur í atvinnuauglýsingum fyrir einhverfa á vinnumarkaði. Verður flutt kl. 9.00 – 10.45 í Gimli í stofu 139 og er hluti af málstofunni Aðgengi og ójöfnuður innan og utan vinnumarkaðar.

Í Lögbergi 101 kl. 09:00 – 10:45 fer svo fram málstofan Stefnur og straumar í hafrétti / Sáttamiðlun og réttarfar. Haukur Logi Karlsson, dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst er umsjónarmaður þeirrar málstofu. Þar munu einnig, ásamt Hauki Loga, þeir Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar og Unnar Steinn Bjarndal, hrl. og lektor við Háskólann á Bifröst flytja áhugaverð erindi sem sjá má nánar hér 

Nánari upplýsingar um dagskrá þjóðarspegilsins hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta