12. ágúst 2024

Nýnemadagar grunn- og meistaranema

Nýnemadagar grunn- og meistaranema verða í Hjálmakletti, Borgarnesi, föstudaginn 16. ágúst nk. Hefst kynningin á grunnstigi kl. 10:30 og á meistarastigi kl. 13:00.

Á nýnemadeginum eru nýir nemendur boðnir velkomnir í Háskólann á Bifröst. Dagskráin hefst á setningarræðu Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst. Að setningu lokinni tekur við kynning á námi og námsfyrirkomulagi við HB ásamt þeirri þjónustu sem nemendum stendur til boða, s.s. hjá náms- og starfsráðgjöfum háskólans og bókasafni. Að því búnu fer fram kynning á námslínum. Dagskránni lýkur síðan á kynning Nemendafélags Háskólans á Bifröst.

Við hvetjum öll til að mæta og nýta sér þá kynningu sem er í boði. Það gerir upphaf skólaársins að mörgu leyti aðgengilegra og auðveldara viðfangs. Þátttaka er nemendum að kostnaðarlausu.

Þau sem komast ekki á staðinn þann 16. ágúst geta tekið þátt í nýnemakynningu sem fram fer á Teams mánudaginn 19. ágúst nk. Vinsamlegast athugaðu að skrá verður þátttöku hér.

Skráning á nýnemdaginn fer fram á bifrost.is/nynemadagar. Hlökkum til að sjá þig!

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta