Háskólinn á Bifröst er framúrskarandi fyrirtæki 4. nóvember 2024

Háskólinn á Bifröst er framúrskarandi fyrirtæki

Creditinfo kynnti á dögunum sinn árlega lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Háskólinn á Bifröst er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði Creditinfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki 2024.

Einungis þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo, að teknu tilliti til þátta er varðar rekstur þeirra og stöðu, komast á listann. Nánari upplýsingar um hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi má finna á síðu Creditinfo