Hópurinn að fyrri fundardegi loknum, ásamt litla sjarmatröllinu Ara, sem mætti galvaskur með mömmu sinni, Hönnu Kristínu, á fundinn í dag og Iðunni Leosdóttur, verkefnastjóra á Skrifstofu rektors.

Hópurinn að fyrri fundardegi loknum, ásamt litla sjarmatröllinu Ara, sem mætti galvaskur með mömmu sinni, Hönnu Kristínu, á fundinn í dag og Iðunni Leosdóttur, verkefnastjóra á Skrifstofu rektors.

27. ágúst 2024

Gerum fjármálin græn

Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar við viðskiptadeild HB, átti góðan fund í dag með evrópskum sérfræðingum í gervigreind og fjármálastjórnun.

Viðfangsefni fundarins spanna vítt svið, en á meðal þess sem er á dagskrá þessa tveggja daga fundar má nefna hagnýtingu gervigreindar í þágu sjálfbærar fjármálastjórnunar. 

Af öðrum áhugaverðum umræðuefnum má nefna gervigreind í lánshæfismati, innleiðingu rafrænna greiðslukerfa í Albaníu, gagnaöflun fjármálastofnana hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og nýjar aðferðir í gagnaflokkun og -úrvinnslu.

Fundurinn fer fram bæði sem staðfundur í fundarsal Tónlistarmiðstöðvar í Austurstræti, Reykjavík, og sem fjarfundur, en sjálfur viðburðurinn er liður í COST verkefni á sviði FinTech/AI. 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta