23. ágúst 2024

Alhliða rit um sjávarútveg

Ágúst Einarsson, prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og Ásta Dís Óladóttir, prófessor í sjávarútvegsfræðum við HÍ standa nú að útgáfu nýs alhliða fræðirits um íslenskan sjávarútveg. 

Ritið nefnist Sjávarútvegur og eldi, sem er afraktstur tveggja ára vinnu og telur um 700 blaðsíður, og fjallar um flest sem heyrir undir sjávarútveg, eða allt frá veiðum og vinnslu að sölu afurða. Fjallað er um grunnþætti fiskeldis í samanburði við hefðbundinn sjávarútveg, þ.á.m. áhrif atvinnugreinarinnar á verðmætasköpun í landinu og stöðu sjávarútvegs og fiskeldis, s.s. út frá sögulegum forsendum og sjálfbærni og hagkvæmni greinarinnar.

Þá er einnig litið til alþjóðavæðingar, nýsköpunar og tækifæra innan sjávarútvegs og fiskeldis og ýmsir samfélagslegir þættir skoðaðir, s.s. staða kvenna og fæðuöryggi.

Í bókinnii kemur fram, að höfundar meta stöðu fiskeldi, og þá sérstaklega landeldis, sem svo að það geti myndað með sjávarútveginum einn helsta atvinnuveg Íslendinga og því sé sérstaklega mikilvægt að sett séu langtímamarkmið, bæði hérlendis og á heimsvísu, um eflingu eldis m.t.t. verndunar umhverfisins.

Óhætt er að segja að höfundarnir búi hvor um um sig yfir yfirgripsmikilli þekkingu á viðfangsefninu, en auk þess að kenna saman í námskeiði við Háskóla Íslands um rekstur í umræddum atvinnugreinum, hafa þau áður gefið sameiginlega út ritið Fisheries and Aquaculture: The Food Security of the Future (2021), í samstarfi við Elsevier, helstu vísindaútgáfa í heimi.

Nánar um útgáfuna

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta