5. nóvember 2024

Ekki missa af Sköpunarkraftinum

Ekki missa af Sköpunarkraftinum, kosningafundi um skapandi greinar, sem fer fram í Grósku miðvikudaginn 6. október milli kl: 8.30 - 10.00. Við hvetjum sem flesta til að mæta til fundar í Grósku eða njóta þess að fylgjast með hér í beinu streymi.

Fundurinn er öllum opinn. Áhorfendur eru velkomnir í Grósku og geta fylgst með í gegnum streymi. Að fundinum standa Rannsóknarsetur í skapandi greinum, Samtök Skapandi greina, Bókmenntamiðstöð, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Myndlistamiðstöð, Kvikmyndamiðstöð, Sviðslistamiðstöð og Tónlistarmiðstöð í samstarfi við CCP, Brandenburg, Vísindagarða og Grósku.

Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur og höfundur skýrslunnar um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi stýrir umræðum. Á fundinum verða þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra frá Sjálfstæðisflokknum, Björn Leví Gunnarsson fyrir Pírata, Eyjólfur Ármannsson frá Flokki fólksins, Gunnar Smári Egilsson fyrir hönd Sósíalistaflokksins, Jakop Frímann Magnússon hjá Miðflokki, Jón Gnarr frá Viðreisn, Lilja Alfreðsdóttir ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra fyrir hönd Framsóknar og Svandís Svavarsdóttir formaður VG.

Nýlegar skýrslur og greiningar um skapandi greinar: 

Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi, 2024, Ágúst Ólafur Ágústsson

Sköpunarkrafturinn - Orkugjafi 21. aldar, 2023, Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta